27.2.2007 | 15:26
Svínavatn-2007
Laugardaginn 10. mars verður haldið á Svínavatni í A-Hún. tölt og gæðingamót. Keppt verður í opnum flokki, áhugamannaflokki og unglingaflokki í tölti og A og B flokki gæðinga. Verðlaun verða þau veglegustu sem um getur á slíkum mótum, t.d. er ljóst að fyrir 1. sæti í opnum flokki í tölti, A og B flokki fást 100.000. kr.
Skráningu skal senda á netfangið sigridurasa@simnet.is fyrir fimmtudaginn 8. mars.
Þar þarf að koma fram nafn og fæðingarnúmer hests, keppnisgrein og knapi.
Þess má geta að aðeins er rúmlega þriggja tíma akstur af Reykjavíkursvæðinu. Nægt gistipláss er fyrir menn og hesta á svæðinu . Nánari upplýsingar og fréttir verður hægt að nálgast á svinavatn-2007.blog.is