8.3.2007 | 21:32
Fréttir 8.3
Nú er ljóst að um 170 skráningar eru á mótið og vegna þess hefur verið ákveðið að hefja keppni stundvíslega klukkan 10 á áhugamannaflokki í tölti og síðan unglingaflokk. Kl. 12 hefst keppni í B-flokk þá A-flokk og endað á opnum flokki í tölti. Endanlegir ráslistar verða birtir seinna í kvöld.
Þrjú efstu sætin í opnum flokki í tölti veita rétt til þátttöku í Stjörnutölti sem fram fer á Akureyri 24 mars.
Stranglega er bannað að koma með hey á staðinn, en hægt verður að ná sér í tuggu á svæðinu ef menn kæra sig um.
Veitingasala (heitir drykkir og fleira) verður á svæðinu og er æskilegt að þeir sem það vilja nota hafi með sér reiðufé þar sem ekki er öruggt að hægt verði að nota posa.
Verðlaun, auk bikara fyrir átta efstu sætin í A og B flokkum og opnum flokki í tölti verða veittar 100.000. kr. fyrir fyrsta sæti, 25.000. kr. fyrir annað sæti og 10.000. kr. fyrir þriðja sæti.