7.3.2007 | 23:23
Fréttir 7.3
Nú þegar megnið af skráningum liggur fyrir er ljóst að aldrei hafa verið skrár jafnmörg alger topphross og knapar á eitt ísmót. Erfitt er að tilgreina einstök nöfn þar sem skráð eru mörg hross sem hafa verið í úrslitum á undanförnum stórmótum, og fullt af graðhestum og kynbótahryssum í fremstu röð. Ráslistar verða birti eins fljótt og hægt er. Ísinn á Svínavatni er að lámarki 50 cm þykkur og rennisléttur og aðeins snjólag sem auðveldar bara að afmarka brautir.
Ákveðið hefur verið vegna mikillar þátttöku að fjölga í 8 í úrslitum í opnum flokki tölti ,B-flokki og A-flokki.
Hér á myndasíðunni er grófur uppdráttur af mótssvæðinu. Í Dalsmynni er einnig salernisaðstaða og hægt er að geyma hross í Auðkúlurétt ef áhugi er á.
Mótssvæðið er við suðurenda Svínavatns og er styðst fyrir þá sem koma að norðan að fara yfir Svartárbrú skammt norðan við Húnaver, síðan yfir Blöndubrú og þá blasir svæðið við eftir c.a. 8 km.
Þeir sem koma að sunnan geta farið Reykjabraut sem er þegar búið er að fara fram hjá Stóru Giljá, þá er komið að norður enda Svínavatns, þá þarf að keyra c.a. 15 km. Þar til komið er að suður endanum.
Einnig er hægt að fara á Blönduós og aka Svínvetningabraut c.a. 25 km. Þá er komið á svæðið.